Sumarnámskeið við Haystack Mountain School of Crafts 2020 - opið fyrir styrkumsóknir

Sumarnámskeið við Haystack Mountain School of Crafts 2020 - opið fyrir styrkumsóknir

American Scandinavian Foundation og Íslensk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar styrki fyrir listafólk til að sækja sumarnámskeið við Haystack Mountain School of Crafts í Maine. Tveir styrkir eru í boði að upphæð um $3.000 hvor.

Nánari upplýsingar og rafrænt umsóknareyðublað

Haystack Mountain School of Crafts heldur á hverju sumri námskeið fyrir listafólk hvaðanæva að úr heiminum. American Scandinavian Foundation og Íslensk-ameríska félagið bjóða upp á styrk fyrir listafólk til að sækja námskeið við skólann. Tveir styrkir eru í boði, að upphæð um $ 3.000 hvor. Frekari upplýsingar um námskeiðin og kennslugreinar má finna á heimasíðu skólans á www.haystack-mtn.org.

Umsýslugjald fyrir hverja umsókn er 12.500 kr og greiðist inn á reikning 0301-26-003706, kt. 660169-0679.

Umsókn telst ekki gild fyrr en umsýslugjald hefur verið greitt. Umsýslugjaldið er óendurkræft.

Umsóknarfrestur rennur út 8. mars 2020.

Umsóknareyðublað má finna hér. 

Auk þess skal senda á netfangið iceam@iceam.is eftirfarandi gögn:

  • Ferilskrá þar sem fram koma upplýsingar um heimilsfang, símanúmer, netfang og heimasíðu ef við á
  • Yfirlýsing um listrænar áherslur
  • Lýsing á reynslu og færni í listgreininni sem námskeiðið fjallar um
  • Afrit af prófskírteini úr námi sem umsækjandi hefur lagt stund á
  • Sýnishorn af verkum umsækjanda, nánar tiltekið 10 ljósmyndir með útskýringum (í einu PDF skjali sem er ekki stærra en 5 MB)
  • Mynd af umsækjanda
  • Tvö meðmælabréf