Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2019

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

ÍSLENSKA LOPAPEYSAN

UPPRUNI – SAGA – HÖNNUN

Sýningin er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins.

Um er að ræða farandsýningu sem má rekja til rannsóknarverkefnis Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins húss skáldsins. Skýrsla um þessa rannsókn er birt á vefsíðum safnanna. Í framhaldi var ákveðið að hlutgera afraksturinn með farandsýningu sem var fyrst opnuð í Hönnunarsafninu í desember árið 2017. Auður Ösp Guðmundsdóttir, sýningarhönnuður sá um að hanna sýninguna og koma henni upp. Um svipað leiti kom út bókin um íslensku lopapeysuna eftir Ásdísi Jóelsdóttur sem byggð er á rannsóknarskýrslunni sem hún vann á sínum tíma.

Sýningin stendur til 31. ágúst 2019.

Sjá nánar á vef Heimilisiðnaðarsafnsins