13. september, 2023
FG
Sunna Sigfríðardóttir sýnir verk sín í Skúmaskoti.
"Málverk sem leita fram á gólfið. Skúlptúrar sem koma sér fyrir meðal áhorfanda. Blindramminn teygður út og saumaður striginn.
Hugmyndir okkar breytast og við getum skoðað þær frá ýmsum sjónarhornum".
Verið velkomin á sýningu Sunnu á veggnum í Skúmaskoti, Skólavörðustíg, Reykjavík
Sýningin stendur til 18. september.