SuperBlack

SuperBlack

Kristín Gunnlaugsdóttir / Margrét Jónsdóttir

Sýning í Listasafni Akureyrar
9. febrúar - 19. maí 2019 

Sýningin SuperBlack hefur verið opnuð í Listasafni Akureyrar.

Grunntónn verkanna á SuperBlack er svartur. Hugmyndin er fengin frá nýuppgötvuðum svörtum lit, Vantablack,sem lýsir algjöru tómi. Í þessu tómi velkjast tilvistarspurningar nútímamannsins: Hvar við stöndum gagnvart náttúrunni og okkur sjálfum?

Svört leirverk Margrétar Jónsdóttur (f. 1961) minna á svarta sanda og hraunbreiður Íslands. Þau velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama; með líffæri eins og okkar eigin.

Í verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur (f. 1963) minnir myndmálið á tíma barokksins þar sem vestræn menning stóð andspænis uppgjöri. Í verkunum skiptast á gáski glimmersins og alvarlegur undirtónn hauskúpunnar og hnignunarinnar. Þau endurspegla háska samtímans og stöðuga þörf manneskjunnar til að taka ábyrgð á eigin líðan og lífi.

Listasafn Akureyrar