Philippe Ricart setti sér það markmið að hanna og spjaldvefa eitt nýtt bókamerki í hverri viku á síðasta ári. Á sýningunni má sjá afrakstur þeirrar vinnu, þ.e. 52 bókamerki!
Sýningin stendur til 28. mars og er opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-14.
Philippe Ricart er búsettur er á Akranesi, hann er mjög fjölhæfur og hefur starfað við listhandverk í mörg ár. Hann vinnur mest úr íslensku hráefni og mest í íslenska ull. Hann vinnur líka töluvert í íslenskan við, bæði lerki og birki. Philippe er fæddur í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í áratugi.
Smelltu hér til að skoða Handverksstofu Philippe Ricart á Facebook