Eftir að nýjustu sóttvarnaraðgerðir voru tilkynntar á föstudaginn varð ljóst ekki væri framkvæmanlegt að halda sýninguna.
Tæplega 50 þátttakendur voru valdir inn á sýninguna 2021 og er hér er hægt að skoða kynningarbækling með upplýsingum um þá. Sem fyrr er fjölbreytnin í fyrirrúmi og margt framúrskarandi í boði. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að beina viðskiptum sínum að þessum hópi, þótt ekki verði hægt að koma í Ráðhúsið. Allir eru búnir að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning fyrir sýninguna. Margir eru með vörur sínar til sýnis og sölu á vefnum, í netverslunum og á Facebook og Instagram síðum. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á afkomu fólks í handverki, hönnun og listiðnaði og full ástæða til að styðja við þennan hóp og versla íslenskt.