Duftkerin eru steypt er í gifsmót og glerjuð að utan með seladon glerungi. Hugmyndin að duftkerjunum kviknaði þegar Kristín dvaldi á vinnustofu EKWC í Hollandi árið
2017. Þar kynntist hún hinum hollenska meistara Jo Sijen en hann er sérfræðingur í gifsmótagerð. Verkefnið hefur verið í vinnslu síðan, bæði á Íslandi og í Hollandi og hefur Jo Sijen haft veg og vanda af því að finna lausnir fyrir flókin form duftkerjanna svo hægt sé að steypa þau í gifsmót. Það er mikið gleðiefni að sýna frumgerðir duftkerjanna nú eftir þetta langa ferli en stefnt er að því að hefja framleiðslu þeirra næsta vetur.