Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (residency) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum

Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (recidendy) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum.

Könnun: Vinnustofudvalir fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum
Smellið hér til að svara könnun

Norwegian Crafts, Danish Arts Foundationog Nordic Culture Fund vinna nú að framtaki til að styrkja aðgengi og umgjörð vinnustofudvala fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum.
Markmið framtaksins, sem ber heitið Nordic Exchange Programme: Production, Knowledge and Skills, er að þróa og styrkja vinnustofudvalarmöguleika á Norðurlöndum og svarað þörfum listamann og hönnuða.

Til þess að þróa og styrkja norðlenskar vinnustofudvalir fyrir handverkslistamenn og hönnuði er nauðsynlegt að safna þekkingu og reynslu listamanna og hönnuða, auk þess að skoða styrkleika og áskoranir. Með því að taka þátt í þessari könnun munuð þið leggja fram dýrmætar upplýsingar sem geta haft áhrif á og veitt innblástur við þróun framtíðar vinnustofudvala á Norðurlöndum sem ykkur stendur/mun standa til boða.

Þið getið deilt reynslu ykkar af vinnustofudvölum í heimalandi ykkar og erlendis (einnig utan Norðurlanda). Þið megið skrifa svör ykkar á ensku, dönsku, norsku, finnsku, íslensku eða sænsku. Könnunin er framkvæmd af Kulturens Analyseinstitut (DK). Svör ykkar verða nafnlaus og kunna að verða notuð í skýrslu verkefnisins.

Síðasti skiladagur fyrir svörun er 15. janúar 2025.