Námskeiðin fjögur eru: munsturgerð, tvö ólík körfugerðarnámskeið og þriggja daga námskeið í jurtalitun og bókagerð.
Hér er að finna frekari upplýsingar um námskeiðin og hlekk á skráningarsíður:
18. júní
Munsturgerð - skráning
Farið verður yfir helstu tegundir mynstra og hvernig skal búa þau til með lagskiptingu í brennipunkti til að ná fram dýpt og góðu flæði. Þá verður lögð sérstök áhersla á silkiþrykksaðferðina og hvernig sé best að ná að skapa mynstur í ramma.
Kennari: Drífa Líftóra Thoroddsen
20. - 22. júní
Jurtalitun og bókagerð - skráning
Nemendur læra um grunnatriði jurtalitunar. Íslenskar jurtir verða notaðar til að lita ullargarn og munu nemendur einnig læra að nota hjálparefni sem gefa mismunandi tóna.
Í lok námskeiðsins fá nemendur prufur af öllu því sem þeir hafa litað á námskeiðinu.
Einnig verður kennd bókagerð þar sem nemendur læra að brjóta og sauma nokkrar mismunandi gerðir bóka. Hugmyndavinna og skissugerð verður unnin með jurtalit og bleki, handgerðum penslum og einföldum áhöldum á pappír, sem verður notaður í bækurnar.
Kennarar: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir
23.júní
Laukkörfugerð - skráning
Kennt verður flétta körfu með aðferð sem stundum er kennd við Burkina Fasa en var einnig notuð í Norður-Skotlandi til þess að gera beitikörfur.
Við æfum aðferðina og handtökin með mismunandi efniviði og fléttum síðan eina körfu úr sefgrasi. Laukkörfuna má hengja á vegg.
Kennari: Guðrún Pétursdóttir
26. júní
Rammakörfugerð - skráning
Körfur fléttaðar með þessari aðferð eru oft kallaðar rammakörfur eða eggjakörfur. Þetta er hefðbundin aðferð við körfugerð, sem nota má á til þess að flétta eða vefa fjölbreyttar körfur og því skemmtilegt að kunna.
Á þessu námskeiði nýtum við eingöngu efniviði úr okkar nærumhverfi. Rætt verður um efnisöflun og kennt að flétta körfu úr greinum og melgresi.
Kennari: Guðrún Pétursdóttir