TextílLab er á vegum Textílmiðstöðvar Ísland og það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er staðsett á Þverbraut 1 á Blönduósi og gefur aðgengi að stafrænni tækni til rannsókna, þróunar og nýsköpunar.
Miklir möguleikar fylgja þessari stafrænu smiðju sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Stafræn prjónavél, stafræn útsaumsvél og laserskeri bætast við stafrænan vefstól sem til var fyrir og einnig verður nálaþæfingarvél sem í er hægt að vinna með íslensku ullina.
Verkefnið hlaut uppbyggingarstyrk frá Innviðasjóði og er hluti af alþjóðlegu verkefni CENTRINNO sem Textílmiðstöð tekur þátt í, styrkt af Horizon2020 rannsóknaráætlun ESB (sjá einnig www.centrinno.eu)
Eftir formlegri opnun lýkur á föstudaginn, 21. verður opið hús til kl. 20:00.
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir koma til með að ávarpa gesti og að klippa í sameiningu á þráðinn þegar TextílLab verður opnað og verður því streymt á Facebook síðu Textílsmiðstöðvar Íslands.