12. september, 2017
Spennandi námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík í september: Textílþrykk
Kynning á aðstöðu, verkfærum og efnum sem notuð eru við textílþrykk.
Nemendur mæta með eigið munstur eða mynd (ekki stærri en A3 stærð) og læra að vinna filmu með því til yfirfærslu á ljósnæman þrykkramma sem þeir nota til að þrykkja með.
Æfing í að klippa saman símunstur.
Nemendur læra að þrykkja síþrykk með pigmentlitum á tau og einnig einfaldari þrykkaðferðir.
Kennari: Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Námskeiðið stendur yfir frá 25. til 30. september (má., þri., fim. og lau) kl. 17.45-20.30
Nánari upplýsingar og skráning á vef Myndlistaskólans í Reykjavík