Nú er að hefjast árlegur viðburður Gilfélagsins og þá er tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk að koma list sinni og handverki á framfæri í húsnæði félagsins Deiglunni í Listagili á Akureyri laugardagana 1. og 8. desember kl. 13 – 17 (8. des. er Gildagur).
18 borð eru í boði og hvert borð kostar 2.500 kr. fyrir félagsmenn og 3.500 fyrir aðra.
Skráningarfrestur:
24. nóv. fyrir 1. desember
30. nóv. fyrir 8. desember
Hægt er að skrá sig með tölvupósti á netfangið, gilfelag@listagil.is
Frekari upplýsingar veitir formaður Gilfélagsins Guðm. Ármann í síma 864 0086.