Nefnist sýningin ÞRÁÐLAG og opnaði Ragnheiður hana sunnudaginn 29. maí að viðstöddum gestum. Verkin eru flest ný og gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar.
Ragnheiður er hámenntuð á sviði vefnaðar, hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hún starfaði við Verkmenntaskólann á Akureyri í 30 ár þar sem hún var m.a. kennslustjóri listnámsbrautar og vefnaðarkennari skólans.
Þess skal getið að sýning Ragnheiðar er sölusýning.
Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10:00 til 17:00 og á öðrum tímum ársins samkvæmt sérstöku samkomulagi.