Tölum um keramik - ný bók að koma út

Forsala er hafin á bókinni Tölum um keramik

Tölum um keramik er undir áhrifum af leir, formi og fólkinu sem er með leirinn á milli fingranna – fólksins sem hefur gert keramik að lífsögu sinni og þeirra sem hafa notað leirinn í listsköpun. Sagan er rakin í gegnum leirinn í myndum, innliti á vinnustofur og í gegnum rannsóknir og frumkvöðlastarf. Það er eitthvað heillandi við leirinn, það er eitthvað heillandi að tala um hann og það er eitthvað heillandi við fólkið á bak við leirinn sem birtist í bókinni Tölum um keramik sem gefur okkur innsýn í heim keramiks á Íslandi. Tölum um keramik er ekki tæmandi saga en hún er saga þeirra sem hafa gert leirinn að lífsförunaut. Bókin verður mjög vegleg, yfir 200 blaðsíður, mikið er lagt í útlit bókarinnar sem er fræðandi og prýdd mörgum myndum. Höfundar eru Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og Kolbrún Sigurðardóttir og það er Ljósmynd - útgáfa sem gefur bókina út sem verður fallega innbundin harðspjaldabók.

Verð bókar 7.900 kr. en hægt er að tryggja sér eintak í forsölu á 6.500 kr. til 7. maí nk.

 
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina í forsölu er bent á að millifæra 6.500 kr. á Áhugamannafélag um sögu leirlistar fyrir 7. maí.
kt. 610720-0560
rnr. 0370-26-021363
Athugið að setja nafn í skýringu við greiðslu.
 
Hægt er að sækja bókina eftir 7. maí á vinnustofu:
- Ragnheiðar Ingunnar - Njálsgötu 58a, 101 Reykjavík. s. 862 1307
- Bjarna Sigurðssonar - Hrauntungu 20, 220 Hafnarfirði. s. 862 3088.
- Guðnýjar Hafsteinsdóttur - SNÚSNÚ, Súðarvogi 32 gengið inn frá Kænuvogi, 104 Reykjavík. s. 699 2992.
Best er að hafa samband áður til að athuga hvort einhver sé við.
 
Útgáfuhóf bókarinnar verður í Hönnunarsafni Íslands 7. maí kl. 14.00 - 16.00. Sjá nánar hér.