Tvær sýningar hafa verið opnaðar í Listasafni Árnesinga, Hveragerði.
Sýningarnar eru:
Halldór Einarsson í ljósi samtímans, sýning á verkum Halldórs Einarssonar í ljósi fjögurra samtímalistamanna, þeirra Önnu Hallin, Birgis Snæbjörns Birgissonar, Guðjóns Ketilssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur.
Sýningarstjóri er Ásdís Ólafsdóttir.
Frá mótun til muna, sýning á handmótun og renndum leirverkum eftir níu leirlistarkonur. Verkin eru ýmist raku-brennd eða brennd með annarri frumstæðri aðferð. Þetta eru verk þeirra Bjarnheiðar Jóhannsdóttur, Guðbjargar Björnsdóttur, Hólmfríðar Arngrímsdóttur, Hrönn Waltersdóttur, Ingibjargar Klemenzdóttur, Katrínar V. Karlsdóttur, Ólafar Sæmundsdóttur, Steinunnar Aldísar Helgadóttur og Þórdísar Sigfúsdóttur.
Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.
Báðar sýningarnar standa til 21. október 2018.