Myndlist, hönnun, arkitektúr - Bauhaus
Alhliða undirbúningur sem hentar vel fyrir þá sem hyggja á nám í myndlist, hönnun eða arkitektúr. Verkefni sem eru unnin á námskeiðinu innihalda meðal annars grundvallaratriði lita- og formfræði. Stuðst er við upprunalegar æfingar úr fornámi hins sögufræga listaháskóla Bauhaus, eftir áhrifamikla listamenn eins og Vassily Kandinsky og Josef Albers.
Námskeiðið hefst þann 12. mars og er kennt á laugardögum kl. 10.15-13.10 í fjögur skipti.
Ferilmöppugerð
Kennt er á tölvuforritin Photoshop og Indesign þar sem lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að setja upp myndir og texta í tölvu. Nemendur koma með myndir af verkum til að setja upp í möppuna. Áhersla er lögð á að þáttakendur nái að útbúa heildstæðar og persónulegar möppur sem endurspegla styrk og listræna sýn.
Námskeiðið er kennt í þrjú skipti, miðvikudaginn 16. mars, þriðjudaginn 22. mars og miðvikudaginn 23. mars kl. 17.45-21.00
Nú einnig er einnig verið að taka við umsóknum um nám í dagskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Umsóknarfrestur rennur út að kvöldi sunnudags 22. maí.
Nánari upplýsingar um námsframboð og umsóknarferli má finna á www.mir.is