Borðið er ætlað fyrir alla fjölskylduna og hvetur til sköpunar, tilrauna og uppgötvana tengdum stærðfræði.
Verkefnið er samstarf Hönnunarsafns Íslands við Jóhönnu Ásgeirsdóttur, myndlistarmann sem hefur sérhæft sig í miðlun stærðfræði með aðferðum lista og Hrein Bernharðsson, vöruhönnuð.
Borðið hentar öllum aldurshópum, og það er alls ekki skilyrði að vera stærðfræðiséní!
Verkefnið var styrkt af Barnamenningarsjóði 2020.