01. maí, 2023
FG
Uppspretta er samvinnuverkefni Bjarna Sigurðsson, Áslaugar Snorradóttur og 4árstíða í Vest.
Opnun sýningarinnar er 4. maí klukkan 16 – 19 í Vest, Ármúla 17. Dóra Júlía mætir á svæðið og þeytir skífum á meðan veitingar flæða.
Sýningin samanstendur af grófum og mjúkum handgerðum kökudiskum og skálum á fæti úr smiðju Bjarna, sem Áslaug veitir líf á einstakan máta. Keramikverkin vaxa upp á víð á dreif, blómin springa út þess á milli og mynda ævintýralega stemningu. Sýningin er haldin í verslun Vest sem er uppspretta hönnunar af ýmsum toga.
Bjarni Sigurðsson hefur lengi verið talinn einn af okkar fremstu leirlistamönnum. Hann hefur starfað sem leirlistamaður í fjölmörg ár og verk hans eru auðþekkjanleg hvar sem þau ber á að líta. Það sem gerir verk Bjarna áberandi er einstakt handbragð hans sem og einstakur glerungur, sem hann býr til frá grunni og notar í verk sín, sem gefur verkunum einstakan lit og áferð.
Sýningin er opin
4. maí kl 16 - 21
5. maí kl 11 - 19
6. maí kl 11 - 17
7. maí kl 13 - 17
Vest Hönnunarverslun, Ármúli 17.