Í þessu tölublaði má meðal annars lesa um hugmyndafræði og verk ólíkra hönnuða og arkitekta sem leggja áherslu á skapandi endurnýtingu hráefna, sækja innblástur í íslenskan menningararf, hvetja til gagnrýnnar umræðu um áhrif tækniþróunar og ögra fyrirframgefnum hugmyndum okkar um heiminn.
Hófið fer fram í hinum glæsilega Ásmundarsal þar sem boðið verður upp á léttar veigar og Dj Ívar Pétur þeytir skífum.