Útsaums- og útiverunámskeið á Hallormsstað

Útsaums- og útiverunámskeið með Katý
5. – 8. júlí 2021
Námskeiðsgjald 60.000 kr.
Kennari: Katrín Jóhannesdóttir (Katý)
 
Auðvelt er að gleyma sér í hnipri yfir útsaumnum, svo á þessu námskeiði ætlum við að muna að rétta úr okkur og viðra - enda er Hallormsstaður sönn útivistarperla!
Farið verður yfir hvítsaumsgrunna og flatsaum. Hver þátttakandi gerir nokkrar smámyndir sem hægt er að setja saman í eina mynd. Að auki verður farið í önnur algeng útsaumsspor sem gaman er að leyfa að njóta sín í öðrum textíl t.d. fatnaði eða pokum.
 
Innifalið
Kennsla og fræðsluefni frá Katý. Allur efniskostnaður og afnot af áhöldum til verkefnavinnu. Þeir sem styðjast við stækkunarlampa eða stækkunargler við útsaum þurfa að koma með slíkt með sér.
Vatn, kaffi og te í boði á námskeiðistíma.
Hægt er að kaupa hádegisverð á námskeiðstíma 2.000 kr. stök máltíð.
 
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í skólanum og upplifðu náttúrufriðsældina með skóginn umvafinn í kringum þig.
Gisting í einsmanns herbergi* 5.000 kr. nóttin.
Gisting í tveggjamanna herbergi* 8.000 kr. nóttin (4.000 kr. á mann nóttin).
*Heimavistarherbergi eru án baðherbergis. Snyrtingar eru að finna á þremur stöðum í húsinu.
Afnot af sæng, kodda, líni og handklæði er 2.500 kr.á mann.
Hálf dags fæði 2.700 kr. dagurinn (morgunverður / hádegisverður).
 
 
Einnig eru veittar upplýsingar í síma 471 1761 og í tölvupósti á hskolinn@hskolinn.is