Vantar þig pláss fyrir sýningu? “Veggurinn” í Skúmaskoti, besti sýningaveggur bæjarins, er nú til leigu fyrir listamenn og hönnuði ásamt glugga sem snýr út að Klapparstíg. Hægt er að leigja vegginn fyrir hvers kyns lista- og hönnunarsýningar.
Lágmarkstími er ein vika. Veggurinn er 2,50 á breidd 2,90 á hæð og honum fylgir gluggi sem snýr að Skólavörðustíg/Njálsgötu og er glugginn 90x260.
"Veggurinn" er í lista-og hönnunar galleríinu Skúmaskoti sem er staðsett á besta stað á Skólavörðustígnum.
Ef þú hefur áhuga og vilt frekari upplýsingar sendu línu á: skumaskot23@gmail.com