Vefnaðarfræði - bindifræði - að lesa vefnaðaruppskrift, námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.
Kennari: Guðrún Kolbeins
Lengd násmkeiðs – 4 skipti = 8 klst
Kennslutími: 6, 13., 20. og 27. apríl - þriðjudagar kl 18.00-20.00
Verð: 25.500 kr. (22.950 kr fyrir félagsmenn)
Að geta lesið uppskriftir fyrir vefnað er öllum vefurum nauðsynlegur.
Bindifræði eru fræði um hvernig uppistaða og ívaf bindast í eina heild svo úr verði voð. Hver binding hefur sín einkenni og með því að setja saman bindingar er hægt að fá margbreytileg munstur. Hvað er munstureind og hvernig gengur hún upp í breidd og hæð? Grófleiki á garni og hvað margir þræðir á cm henta hverri uppskrift er þekking sem er mikilvæg hverjum vefara. Hvað þarf að áætla mikið magn af garni?
Námskeiðið er í fyrirlestraformi og varpað á skjá, farið verður í ofangreint. Þátttakendur fá vinnumöppu og taka þátt í skriflegri, verklegri og heimavinnu. (Þátttakendur komi með skriffæri og glósubók).