Danska veflistakonan og vefnaðarkennarinn Lotte Dalgaard flytur fyrirlestur um vefnað í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e föstudagskvöldið 24. ágúst kl. 20. Í erindi sínu (sem fer fram á ensku) segir Lotte frá sér og verkum sínum. Veflistakonan er stödd hér á landi vegna fimm daga námskeiðs í mottuvefnaði sem hún kennir við Heimilisiðnaðarskólann. Gestum gefst því kjörið tækifæri til að hlýða á fróðlegt erindi um vefnað en jafnframt að skoða verk þeirra ellefu nemenda sem sitja námskeiðið hjá Lotte.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir - aðgangur ókeypis!