Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR hefur verið opnaður í nýju útliti. Vefurinn var endurhannaður að fullu og mikil áhersla lögð á að gera allar upplýsingar aðgengilegar, efla myndræna framsetningu og hafa vefinn lifandi. Hjá HANDVERKI OG HÖNNUN hefur safnast gríðarlegt magn af myndefni í gegnum árin sem er ómetanleg heimild um þróun handverks og listiðnaðar á Íslandi. Þá eru 280 manns þegar skráðir í gangabankann á vefnum og enn á eftir að bætast við. Vefurinn er skalanlegur sem þýðir að hann opnast þægilega hvort sem er í tölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu. Farið var í þessa vinnu vegna aukafjárframlags sem ríkistjórn Íslands samþykkti að veita HANDVERKI OG HÖNNUN í mars 2016 og styrks sem Samtök iðnaðarins veittu til verksins. Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna sá um hönnun og uppsetningu á nýja vefnum.