Loksins eftir tveggja ára covid hlé mun stór sýning á á handverki, hönnun og listiðnaði opna í Ráðhúsi Reykjavíkur í tuttugasta sinn.
Þessi sýning hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi en hún var fyrst haldin árið 2006 og dregur alltaf að sér þúsundir gesta.
Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni. Þátttakendur eru víðsvegar að af landinu.
Fjölbreytnin ræður ríkjum á sýningunni og greinilegt að gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði. Á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR er hægt að skoða myndir frá öllum þátttakendum.
Sýningin opnar á fimmtudag og er opin sem hér segir:
Velkomin í Ráðhús Reykjavíkur!
Aðgangur er ókeypis.