Þann 20. maí n.k. kl. 17 verða verðlaun í Ullarþoni afhend af hr. Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á svæði Textílfélagsins á Hafnartorgi. Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands héldu Ullarþon dagana 25. - 29. mars og var keppt í eftirfarandi flokkum: þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, blöndun annarra hráefna við ull, ný afurð og stafrænar lausnir og rekjanleiki.
Hægt er að skoða fimm efstu í hverjum flokki og hér má finna nánari upplýsingar um verðlaunaafhendinguna.