Verkefni framundan

HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR


Sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, 21.-25. nóvember 2019. HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð. Listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar. Kynningin er öllum opin og sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur.
Umsóknareyðublað og  allar upplýsingar má finna hér á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR. 

Umsóknarfrestur um þátttöku er til 26. ágúst og niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir í byrjun september 2019.

  


BLEIKUR OKTÓBER

Í október 2019 mun HANDVERK OG HÖNNUN skipuleggja og standa fyrir sýningu á Eiðistorgi.

Allir sýningarmunir verða að vera bleikir. 

Vinsamlegast hafið samband fyrir 1. sept. ef þið eigið verk sem gætu passað inn í þessa bleiku hugmynd.

 

 


 JÓLASKRAUT 2019

HANDVERK OG HÖNNUN auglýsir eftir nýjum hugmyndum af jólaskrauti. Það getur verið allskonar en óskað er eftir jólaskrauti sem er á einhvern hátt endurnýtt, endurunnið eða endurgert. Valið verður úr innsendum hugmyndum og þeim komið á framfæri. Umfang þeirrar kynningar mun ráðast af fjölda hugmynda.
Vinsamlegast skilið inn tillögum fyrir 15. okt. 2019.

 

 


SÝNINGAR EIÐISTORGI


Nýtt húsnæði á Eiðistorgi býður upp á möguleika á litlum einkasýningum og/eða samsýningum. Nú þegar hafa verið skipulagðar sjö sýningar 2019-2020 og er undirbúningur í gangi um fleiri. Það eru tvö tímabil laus 2019.
Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga og fáið frekari upplýsingar.