Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. – 4. febrúar. í 17. sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.
Allir þessir viðburðir eru ókeypis auk þess sem frítt er fyrir börn yngri en 16 ára á Snjófögnuðinn í Bláfjöllum.
Á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, auk þess sem ljóslistaverk verða á nokkrum lykilbyggingum á höfuðborgarsvæðinu; Hallgrímskirkju, Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur og Kópavogskirkju.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lýsa einnig upp lykilbyggingar. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í þessu samspili ljóss og myrkurs.
Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína í nærliggjandi sveitarfélagi. Orkusalan er aðalbakhjarl Vetrarhátíðar í ár og hátíðin unnin í samstarfi við Hljóðx.