Viðarverk - Krot & Krass

Tvíeykið Krot & Krass sýnir í Hverfisgallerí.

 
Tvíeykið Krot & Krass sem samanstendur af þeim Birni Loka (f. 1991) og Elsu Jónsdóttur (f. 1990) hefur opnað einkasýningu sína sem ber titilinn Viðarverk í Hverfisgalleríi. Á sýningunni eru ný skúlptúrverk sem unnin eru í rekavið og steypu. Samhliða verkunum hefur Krot & Krass unnið rannsóknarskýrslu sem gefin er út sem sérstakt bókverk. Höfðaletur hefur verið helsta hugðarefni Krot & Krass undanfarin misseri en letrið kom fyrst fram í íslenskum útskurði á 16. öld. Höfðaletur getur verið torlæsilegt og hefur allt frá uppruna sínum verið sveipað dulúð.
Sýningin stendur til 23. apríl 2022.
 
Tvíeykið Krot & Krass hefur unnið fjölmörg verk í almannarými undanfarinn áratug. Síðastliðin ár hafa þau fært hugmyndir sínar í skúlptúra og lágmyndir. Þau Björn og Elsa hafa hafa stundað kennslu við Listaháskóla Íslands, Lýðskóla Flateyrar og Fjölbraut í Breiðholti og staðið að lista- og tónlistarhátíðum á borð við Buxur, Happy Festival og Gambri, Berlín. Tvíeykið rekur 1200 m² vinnustofu í Gufunesinu sem ber nafnið FÚSK. Þau eru meðeigendur í Skiltamálun Reykjavíkur sem sérhæfir sig í uppsetningu á stærðarinnar veggverkum fyrir listamenn.
 
Frekari upplýsingar veita:
Sigríður L. Gunnarsdóttir: 864-9692. Netfang: sigridur@hverfisgalleri.is  og Katrín Eyjólfsdóttir: 661-1456. Netfang: katrin@hverfisgalleri.is