Vínviðarkarfa

Vínviðarkarfa

Tveggja kvölda námskeið í gerð vínviðarkörfu verður haldið mánudagana 8. og 15. febrúar kl. 18-21 í Nethyl 2e.

Vínviðarkarfa er einstaklega falleg á borði, t.d. fyrir brauð eða ávexti. Margrét Guðnadóttir, sem gjarnan er kennd við Kirsuberjatréð kennir námskeiðið sem haldið er á vegum Heimilisiðnaðarskólans. Unnin er karfa þar sem vínviður er uppistaðan / kanturinn. Þessi aðferð gefur möguleika á að nota ýmsan efnivið úr nátúrunni. Skemmtileg karfa sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Kennt verður að lita kröfuna í lok námskeiðs. Námskeiðsgjald er 21.880 kr. (19.692 kr. fyrir félagsmenn HFÍ).

Skráning fer fram á heimasíðu Heimilisiðnaðarfélagsins sjá hér.