Vorlaukar

Vorlaukar

Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigríður Ágústsdóttir sýna á sumarsýningu Safnasafnsins. 

Ragnheiður er menntaður myndlistarmaður og arkitekt, hún býr og starfar í Reykjavík. Verk Ragnheiðar hafa í gegnum tíðina verið unnin í ýmsa miðla, en þó aðallega verið innsetningar þrívíðra hluta, málverk og ljósmyndir. Ragnheiður sýnir að þessu sinni olíumálverk og ljósmyndir.

Sigríður á að baki langan feril sem leirlistarmaður, bjó og starfaði í áraraðir á Akureyri en býr nú og starfar í Hafnarfirði. Hún hefur unnið leirlistarverk sín með fjölbreyttustu aðferðum, en þau keramikverk sem Sigríður sýnir að þessu sinni eru handmótuð með pylsuaðferðinni, lituð með málmoxíðum sem þrýst er í leirinn á meðan hann er rakur og síðan glittuð.

Sjá nánar á Facebook síðu Safnasafnsins