Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík

Verið hjartanlega velkomin á vorsýningu Myndlistaskólans í Reykjavík. Sýningin verður opnuð kl. 17:00 fimmtudaginn 9. maí í húsnæði skólans í JL-húsinu, Hringbraut 121.

Sýningin verður opin milli kl. 13:00 og 18:00 frá föstudeginum 10. maí til og með mánudeginum 13. maí. Verkin á sýningunni eru eftir 115 nemendur sem stunda samfellt nám í dagskóla.

Á listnámsbraut eru nemendur að búa sig undir háskólanám í list- og hönnunargreinum, annars vegar í árs fornámi fyrir nemendur með stúdentspróf og hinsvegar á tveggja ára braut til stúdentsprófs. Nemendur á fyrra ári sýna verkefni úr íslenskuáfanga en útskriftarnemendur sýna sjálfstæð lokaverkefni.

Þrír útskriftarnemendur á keramikbraut sýna sjálfstæð lokaverkefni en aðrir nemendur á keramikbraut, listmálarabraut, teiknibraut og textílbraut sýna verkefni unnin á fyrra námsárinu af tveimur.

Opnunartímar:
9. maí kl. 17-19 - OPNUN
10. maí kl. 13-18
11. maí kl. 13-18
12. maí kl. 13-18
13. maí kl. 13-18

Sýningin á Facebook

Vefur Myndlistaskólans í Reykjavík