Sýningin verður opnuð á morgun, fimmtudaginn 11. maí kl. 14:00 í húsnæði skólans í JL-húsinu, Hringbraut 121. Nemendur af öllum námsleiðum í dagskóla eiga verk á sýningunni.
Sýningin stendur áfram yfir 12.-15. maí, milli kl. 13:00-18:00. Tilvalið tækifæri fyrir listunnendur og fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér námsframboð skólans. Tekið er við umsóknum um nám í dagskóla til 24. maí næstkomandi.