Robin vinnur verkin úr við og sækir innblástur til náttúrunnar, úr sýnilegri sem og oft ósýnilegri fegurð. Fegurðina sem er ósýnilegt í fyrstu sækir hann með vinnu á rennibekk sem veitir innsýn í einkenni og æðar viðfangsefnisins. Á sýningunni verða skálar og önnur verk sem Robin hefur unnið úr nýskornum (blautum) við sem fær við þurrkun nýja lögun. Þannig ræður náttúran ferðinni og útkomunni og á alltaf síðasta orðið.
Robin, er fæddur á Bretlandi en flutti til Kanada 1984. Hann er líffræðingur að mennt og hefur starfað víða um heim við náttúruvernd og hjálpar- og þróunarstörf, í Afríku og Asíu fyrir ýmis náttúruverndarsamtök, Rauða krossinn og Sameinuðuþjóðinrnar. Hefur hann einnig gefið út bækur og rit um umhverfisáhrif á líf villtra dýra, þá sér í lagi fugla. Á hann sæti í nefnd skipaðri af stjórnvöldum Súdan sem vinnur að því að gera votlendi sjálfbær sem orðið hafa illa fyrir hnattrænum áhrifum. Starfar hann einnig með hópi handverksfólks og listamanna í Portúgal sem vinna að samspili náttúru og lista, þar sem hann er búsettur og vinnur að listsköpun sinni.
Sýningin verður opin virka daga kl. 10 – 18 og um helgar kl. 10 – 17 til 21. október.