Anna María (f. 1962) er textíllistakona með masterspróf í textíl frá Bretlandi. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir textílgjörninga sína. Þar má nefna gjörninginn Spunnið á fjöllum sem Anna María framkvæmdi á árunum 1993-2004 og fólst í því að ganga á fjöll með spunarokk á bakinu og spinna á tindinum.
Í Listasal Mosfellsbæjar sýnir Anna María ofnar myndir af vörðum. Anna María er mikil útivistarmanneskja og ber sérstakan hlýhug til varða. Flestar myndirnar eru af vörðum á Mosfellsheiði. Í anda umhverfisverndar og endurnýtingar eru allar myndirnar ofnar úr gömlum fatnaði, rúmfötum o.þ.h.
Síðasti sýningardagur er 20. maí.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.
Opið er kl. 9-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum.
Ókeypis inn og öll velkomin.