HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur 2024

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið haldin árlega í 21 ár og þann 7.-11. nóvember næstkomandi fer hún fram í 22. sinn. Árlega sækja þúsundir fólks sýninguna og hefur viðburðurinn fest sig í sessi sem fyrsta skref í undirbúningi jóla.

Í handverki listmanna og hönnun er að finna einstaka og sérstæða þekkingu á efni og aðferðum sem listamennirnir hafa þróað með sér í áranna rás. Handverk er í eðli sínu sjálfbært og hefur í gegnum kynslóðir borið áfram sértæka þekkingu á nýtingu íslenskra afurða.

Vörur í handverkslist og -hönnun geta verið góð fjárfesting þar sem þær hafa tilhneigingu til að vaxa að verðgildi með tímanum vegna sérþekkingar listamannsins sem býr í verkinu. - Smellið hér fyrir fésbókarviðburðinn

Sýningin er opin
Fimmtudaginn 7.nóvember kl. 16-19
Föstudaginn 8. nóvember kl. 12-18
Laugardaginn 9. nóvember kl. 12-18
Sunnudaginn 10. nóvember kl. 12-18
Mánudaginn 11. nóvember kl. 12-18
 
ATH:
Pop up viðburður – Lifandi handverk
Laugardaginn 09.11.24 kl. 12-18
Botanical sculptures from leather
by Tatiana Solovyeva
 

Pop up viðburður – Lifandi handverk
Laugardaginn 10.11.24 kl. 12-18
Sandalasettið frá Afturgögnu
eftir Gunnu Maggý

Lesið meira hér