- 11 stk.
- 06.12.2017
Þann 8. maí 2008 var opnuð á skörinni sýning Ragnheiðar Ingunnar Ágústsdóttur á verkum úr leir. Sýningin heitir Fusion eða Bræðingur og þar sýnir Ragnheiður ný samsett verk.
Kveikjan að verkum hennar á sýningunni eru ýmsir hlutir, gamlir og nýir, sem verða á vegi hennar. Gamlar styttur fá nýtt hlutverk og þær settar í nýtt samhengi í skál eða á diski. Eldhústappar verða að lyklakippum í lyklaskál. Flestir þessara hluta eiga sína sögu sem Ragnheiður þekkir ekki í raun, en á þennan máta, býr hún þeim nýja sögu.