- 3 stk.
- 11.12.2017
Sigurður Már Helgason sýndi viðhafnarútgáfu af Fuzzy kollinum á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN.
Sigurður Már hefur framleitt þúsundasta Fuzzy kollinn, sá er með rennda ál-fætur en hinn venjulegi gærukollur hefur viðarfætur.
Sigurður sem er húsgagnabólstrari hannaði og smíðaði fyrsta Fuzzy kollinn árið 1972. Þetta er lítill kollur með sútaðri lambsgæru. Sigurður notar gæruna óklippta eins og hún kemur af kindinni. Fæturnir eru renndir úr fjölbreyttum viðartegundum.