- 8 stk.
- 03.01.2018
Á sýningunni GRÝLUKERTI má sjá margnota leirverk, innblásin af grýlukertum.
Grýla og grýlukerti eru forvitnileg hugtök sem hafa ýmsar merkingar í hugum bæði barna og fullorðinna. Hrefna skoðar þær merkingar sem og notagildi hlutarins og hefur handgert leirverk útfrá þeim pælingum. Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-1995. Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjaland, Danmörku og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands og starfar á eigin verkstæði í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stóð frá 12. nóv. til 1. des. 2010.