- 15 stk.
- 04.12.2017
Margrét Þórarinsdóttir sýnir einstaka handgerða fugla. Margrét hefur sótt fjölmörg námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur í gegnum tíðina. Hún hefur búið til fugla í hátt í tuttugu ár og fengist við ýmist annað handverk. „Frá fjöru til fjalls“ kallar Margrét fuglasýninguna núna og eins og nafnið getur til kynna eru fuglarnir fjölbreyttir.
Snjólaug Sigurjónsdóttir – Hjartans mál Snjólaug Guðrún Sigurjónsdóttir sýnir útsaumaðar myndir á sýningunni. Snjólaug lauk námi í Textilseminariet í Skals og í Vesthimmerlandstextilskole í Danmörku 2006 og hefur hún aðallega fengist við að prjóna á vél og þæfa, og sauma út. Útsaumurinn er henni mjög hjartfólginn, þar leikur hún sér með liti, form og áferð og má segja að Snjólaug sé að reyna að mála með nálinni. Á sýningunni „Á skörinni“ sýnir hún myndaröð sem kallast „Hjartans mál“. Okkar margbreytilegu tilfinningar eru tengdar við hjartað og er Snjólaug í myndum sínum að túlka þær í litum, formi, efni og áferð.
Fitjakot – Hin mörgu andlit Fridu Guðrún Hannele Henttinen og Rannveig Helgadóttir vinna saman undir nafninu Fitjakot. Á sýningu Fitjakots eru púðar með hinum mörgu andlitum Fridu Kahlo. Kveikjan er hið sterka og litríka myndmál listakonunnar sem málaði m.a. margar sjálfsmyndir. Púðar hafa það hlutverk að vera til þæginda en ekki síður augnayndi.