- 6 stk.
- 22.01.2018
Unnur Óttarsdóttir myndlistarkona er höfundur "Moved by Iceland" myndlista- og hönnunar verka sem gerð eru úr íslensku hrauni. Hver skartgripur hefur sérhannað og sérstakt útlit. Áhorfendum gefst tækifæri til að hreyfa hraun í sumum verkunum og vera þannig virkir þátttakendur í sköpun listaverksins. Í iðrum jarðar er eldur. Ísland er nýtt land og eldurinn sem kraumar undir yfirborðinu brýst uppá jörðina af og til með hvellum. Við innlendir og erlendir einstaklingarnir verðum fyrir áhrifum af kraftinum innra með okkur þegar við göngum á íslenskri jörðinni. Kraftinn sem falinn er í eldinum þarf ná valdi yfir og beina í áttir sem eru í takt við hver við raunverulega erum. Þráðurinn sem umlykur hraunið í skartgripunum minnir á að þörfina á að beisla hráa orkuna innra með okkur og beina henni í átt að því sem við sannarlega kjósum. Sýningin stóð frá 12. júlí - 14. ágúst 2012.