- 9 stk.
- 24.01.2018
Á sýningunni "My voice in abstract" sýndi Hólmfríður Vídalín Arngríms lokaverk sitt frá Århus Kunstakademi í Danmörku, en hún útskrifaðist frá skólanum árið 2012. Verkið eru fimm abstrakt leirskúlptúrar unnir út frá tónverkinu Exogenesis Symphony eftir hljómsveitina Muse. Reynt er að fanga kraftinn, hráleikann og mýktina í tónverkinu. Í sköpun tónverks eru nótur notaðar til að mynda eina heild. Þannig varð nótan einnig fyrir valinu hjá leirlistakonunni til yfirfæra tónverkið í abstrakt skúlptúr. Með því að endurtaka formið og setja saman í eina heild náðist fram sá kraftur, hráleiki og mýkt sem Hólmfríður heillaðist svo mikið af í þessu einstaka verki. Sýningin stóð frá 26. mars - 22. apríl 2014.