- 6 stk.
- 24.01.2018
Í tilefni Menningarnætur 23. ágúst opnaði Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður nýja sýningu Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN. Dýrfinna sýndi tvær ólíkar línur í skartgripagerð. Hún fetar óhefðbundnar slóðir eins og svo oft áður og gerir tilraunir með salt úr saltvinnslunni á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og nýtir með því eðalmálma og einnig voru á sýningunni skartgripir unnir með textílaðferð. Sýningin stóð frá 21. til 31. ágúst 2014.