2007 -
2021
- FERÐ TIL FJÁR 17. apríl - 24. maí 2021. Sýningin var samvinnuverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og var inntak hennar íslenska sauðkindin. Á sýningunni var fjölbreytt handverk og listmunir víða að af landinu.
- Sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem halda átti dagana 18.-22. nóv. 2021 var aflýst vegna Covid-19 faraldursins.
2020
- HANDALÖGMÁL 16. maí - 7. júní 2020. Sýning á Skriðuklaustri sem var samvinnuverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar. Þrír listamenn sýndu annars vegar hvernig nota má gamlar handverkshefðir á nýjan hátt og hinsvegar hvernig má gera notaðar flíkur að nýjum.
- Sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem halda átti dagana 19.-23. nóv. 2020 var aflýst vegna Covid-19 faraldursins.
2019
- ENDURUNNIÐ JÓLASKRAUT 2.-20. des. 2019. Sýning á jólaskrauti sem á einhvern hátt er endurnýtt, endurunnið eða endurgert. Sýning hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi 15.
- HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. 21.-25. nóv. 2019. Þátttakendur voru 55.
- BLEIKUR OKTÓBER. 1. okt.-4. nóv. 2019. Undanfarin ár hefur októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og hefur bleiki liturinn verið einkennislitur mánaðarins. Að þessu tilefni var opnuð bleik sýning í húsnæði HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi. Sýningarmunir voru fjölbreyttir en áttu það allir sameiginlegt að vera bleikir.
- Fjórar einkasýningar voru haldnar í sýningarými HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Eiðistorgi 15.
2018
- HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. 22.-26. nóv. 2018. Þátttakendur voru 55.
- ENDALAUST 30. ágúst-4. nóv. 2018. Sýning á verkum 20 hönnuða og handverksfólks sem eiga það sameiginlegt að vinna með endurunna hluti og hráefni sem annars færi forgörðum. Haldin í DUUS húsum, Reykjanesbæ.
- SHIFTed, sýning haldin Aðalstræti 10 á HönnunarMars 2018. Á sýningunni voru ný samvinnuverk 11 skoskra og íslenskra hönnuða sem hittust fyrst á HönnunarMars 2017. Þeir skipust á hugmyndum og unnu saman að verkunum á sýningunni sem var samvinnuverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og skosku samtakanna Emergent. Sýningin var einnig sett upp í Inverness Museum and Art Gallery í maí 2018.
- FUGLAR. 25. mars – 22. apríl 2018. Páskasýningin á Skriðuklaustri og var hún unnin í samvinnu Gunnarsstofnunar og HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Þar mátti sjá fjölbreytta fugla m.a. úr leir, tré og pappír. Á sýningunni var einnig bókin "Fuglar" sem Angústúra gaf út.
- Þrjár einkasýningar voru haldnar í sýningarými HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Eiðistorgi 15.
2017
- HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. 23.-27. nóv. 2017. Þátttakendur voru 54.
- HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. 4.-7. maí. 2017. Þátttakendur voru 36.
- AF JÖRÐU ERTU KOMINN… 8. apríl – 1. maí 2017. Páskasýning Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Á sýningunni voru duftker úr postulíni og tré eftir Kristbjörgu Guðmundsdóttur, Jón Guðmundsson og Ólaf Sveinsson. Sýningin var unnin í samvinnu við HANDVERK OG HÖNNUN.
- SHIFT 22. mars – 22. apríl 2017. Fimm íslenskir og sex skoskir hönnuðir komu saman í fyrsta sinn í nýrri tilraunakenndri sýningu í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi. Sýningin var samvinnuverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og skosku samtakanna Emergent.
2016
2015
2014
2013
2012
2011
- HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. 3.-7. nóv. 2011. Þátttakendur voru 63.
- STEFNUMÓT Á ÍSLANDI. 21. sept.-2. okt. 2011. Verkefni sem var hluti af Menningaráætlun Íslands og Indlands 2010-2013. Verkefnið fólst í samvinnu tveggja indverskra listamanna og þriggja íslenskra. Afrakstur samstarfsins var svo sýndur í Ráðhúsi Reykjavíkur.
- LEIKVERK. 10.09 - 06.11 2011. Sýningin var samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Sýningarstjóri var Anna Leoniak.
- “CRAFTS AND DESIGN IN ICELAND“. Kynningarbæklingur á ensku sem HANDVERK OG HÖNNUN gaf út í maí 2011.
- Átta einkasýningar settar upp „Á skörinni“ Aðalstræti 10.
2010
- „ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT…“ Jólasýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR, haldin í Aðalstræti 10 1. - 23. des. 2010.
- HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. 28. okt.-1. nóv. 2010. Þátttakendur voru 58.
- „HANDVERK OG HÖNNUN Á ÍSLANDI“. Bók um handverk, hönnun og listiðnað á Íslandi sem HANDVERK OG HÖNNUN gaf út í júní 2010. Markmiðið með þessari útgáfu var milliliðalaus kynning á einstaklingum sem starfa á þessu sviði á Íslandi.
- “CRAFTS AND DESIGN IN ICELAND“ Kynningarbæklingur á ensku sem HANDVERK OG HÖNNUN gaf út í maí 2010.
- Tólf einkasýningar settar upp „Á skörinni“ Aðalstræti 10.
2009
2008
- ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT…“ Jólasýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR, haldin í Aðalstræti 10, 4. - 23. des. 2008.
- „HANDVERK OG HÖNNUN Á ÍSLANDI“. Bók um handverk, hönnun og listiðnað á Íslandi sem HANDVERK OG HÖNNUN gaf út í júní 2008. Markmiðið með þessari útgáfu var milliliðalaus kynning á 102 einstaklingum sem starfa á þessu sviði á Íslandi.
- HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR. 31. okt.-3. nóv. 2008. Þátttakendur voru 54.
- TRJÁLÍF. 15. mars – 13. apríl 2008. Páskasýningin á Skriðuklaustri og var hún unnin í samvinnu Gunnarsstofnunar og HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Þar mátti sjá fjölbreytt verk úr tré.
- Tíu einkasýningar settar upp „Á skörinni“ Aðalstræti 10.
2007