12.04 - 12.05 2019
NÁTTÚRA - LANDNÁM - HREYFING
Jón Guðmundsson
Jón Guðmundsson trérennismiður sýndi trémuni úr íslenskum viði, hráefnið er grisjunarviður úr görðum og heimaræktaðar trjátegundir. Um var að ræða þrjár hönnunarlínur:
- NÁTTÚRA: Fallegir viðarbútar eru nýttir í þessa hönnunarlínu þar sem fegurð viðarins er aðalatriðið og hún látin koma fram í hlutnum. Ýtt er undir einkennin með því að nota olíur sem flæða vel og laða fram viðaræðar og viðarsveppi. Sérhver skál er einstök.
- LANDNÁM: Sótt er í þau form, liti og mynstur sem landnámsmenn studdust við. Harður viður er nýttur í skálar, keröld og bikara. Litir svo sem mýrarauði, málm- og plöntulitir eru notaðir til að ýkja einkenni. Mynstur er oft hamrað í viðinn.
- HREYFING: Mynstur er myndað með því að líma saman búta af mismunandi viðartegundum.
Nánari upplýsingar veitir Jón Guðmundsson:
s. 699 1499 ǀ jon.gudmundsson.jakaseli@gmail.com ǀ Gallerý Tré á Facebook