Handalögmál

Þann 16. maí 2020 var sýningin "Handalögmál" opnuð á Skriðuklaustri.

Sýningin var samvinnuverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar.

Gamalt verður nýtt… þrír listamenn sýndu annars vegar hvernig nota má gamlar handverkshefðir á nýjan hátt og hinsvegar hvernig má gera notaðar flíkur að nýjum. 

Þórdís Jónsdóttir notar blómstursaum í fallega púða og myndir. Þetta er útsaumsaðferð sem var notaður til að skreyta pils svuntu og samfellu íslenskra faldbúninga.

Philippe Ricart vefur létt og falleg sjöl, teppi og hálsklúta með vaðmálsvefnaði og notar eingöngu íslenska ull. Vaðmálsvefnaður og prjónles úr íslenskri ull var mikilvæg útflutningsafurð Íslendinga fyrr á öldum.

Ýr Jóhannsdóttir skreytir notaðar peysur með útsaumi og handprjóni og flíkurnar fá nýtt útlit og nýtt líf. Endurvinnsla af bestu gerð.

Hægt að skoða sýnendurna nánar:

Sýningarskrá

 

Dags: 16.05 - 07.06 2020
Staðsetning: Skriðuklaustur

Sýningarskrá