Tekin hefur verið formleg ákvörðun um að aflýsa sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2020 vegna Covid-19 faraldursins. Þetta er þungbær ákvörðun en nauðsynleg.
Hér er hægt að skoða kynningarbækling með upplýsingum um þá sem valdir voru inn á sýninguna 2020 og sem fyrr er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að beina viðskiptum sínum að þessum hópi, þótt ekki verði hægt að koma á sýninguna í Ráðhúsinu þetta árið.
HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið sýninguna í Ráðhúsinu síðan 2006. Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði og fjölbreytnin mikil. Þessi sýning hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni.