Efnt er til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni. Um þrjátíu tillögur bárust frá 20 aðilum. Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni nú í nóvember gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Skilyrðin voru að hlutirnir máttu hvorki hafa verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Fagleg valnefnd sem Guðbjörg Gissurardóttir grafískur hönnuður og Eva Vilhelmsdóttir fatahönnuður skipuðu valdi verðlaunahafa. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Orri Hauksson fráfarandi framkvæmdastjóri sem afhenti verðlaunin.
Skúlaverðlaunin 2013 hlaut Helga Ósk Einarsdóttir gullsmiður og skartgripahönnuður fyrir verkið „Jafnvægi“. Helga Ósk er einn af okkar fremstu gullsmiðum. Helga Ósk er með mjög persónulega og skemmtilegan stíl og vinnur einnig með gamla víraverkið á nýstárlegan hátt. Auk verðlaunanna var veitt ein viðurkenning en hana hlaut Kristín Sigfríður Garðarsdóttir leirlistakona fyrir verkið „Doppur“.
Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins