Skúlaverðlaunin 2012 hlaut María Manda fyrir standandi pakkakort. Kortin eru hönnuð útfrá jólakorti 2011 og eru hluti af jólakortalínu sem samanstendur af fjórum tegundum jólakorta og fjórum tegundum pakkakorta.
Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.
Fagleg valnefnd sem Dóra Hansen innanhúsarkitekt og Kristín Birna Bjarnadóttir vöruhönnuður skipuðu valdi sigurvegara. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og framkvæmdastjóri samtakanna, Orri Hauksson, afhenti þau í gærkvöldi.
Þetta er í áttunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þessa sýningu. Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið undanfarin ár og hefur aðsóknin verið mjög mikil. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Það eru listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar. Gróskan og fjölbreytnin er mikil sem fyrr, en 57 aðilar sýna verk sín.
Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins