Í fyrsta sinn var efnt var til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skilyrðin voru að hlutirnir máttu hvorki hafa verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Rúmlega fjörutíu tillögur bárust frá 18 aðilum. Valnefnd skipuðu Rut Káradóttir, innanhússarkitekt og Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður.
Það var Páll Garðarsson sem hlaut verðlaunin, sem styrkt eru af Samtökum iðnaðarins, fyrir nýstárlegan jólatréstopp.
Ákveðið var að veita hönnuðunum Margréti Guðnadóttur og Dýrfinnu Torfadóttur sérstaka viðurkenningu fyrir þeirra tillögur
Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.
Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins